Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
banner
   fös 02. júní 2023 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hallast að því að fara frá Arsenal
Mynd: Getty Images
Folarin Balogun, framherji Arsenal, hallast að þeirri ákvörðun því að yfirgefa félagið alfarið í sumar. Balogun verður 22 ára í næsta mánuði og er á því að núna sé rétti tíminn til þess að fara annað til að spila reglulega.

Hann er fæddur í Bandaríkjunum en lék með yngri landsliðum Englands og fjóra leiki með U18 í Bandaríkjunum. Hann er uppalinn hjá Arsnal og á að baki tíu leiki með aðalliðinu í öllum pum. Mörkin hans tvö komu tímabilið 2020-21.

Í vetur var hann á láni hjá Reis í Frakklandi og hefur skorað 20 mörk í 36 leikjum. Lokaumferð deildarinnar fer fram á morgun. Balogun á tvö ár eftir af samningi sínum við Arsenal og getur félagið því aðeins stýrt því hvernig málin þróast. Búast má við því að félagið ræði við Balogun um framtíð hans.

Sky Sports greinir frá því að RB Leipzig, Eintracht Frankfurt og Mónakó hafi öll áhuga á framherjanum.
Athugasemdir
banner
banner