Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   fös 02. júní 2023 23:44
Hafliði Breiðfjörð
Nonni um ummæli Kristjáns Óla: Mér fannst að mér vegið
watermark Jón Sveinsson þjálfari Fram.
Jón Sveinsson þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég get ekki stjórnað því hvað Kristján Óli segir, þetta er bara þvættingur. Ég nenni ekki að svara því. Hann er í þeirri stöðu að hann virðist geta sagt það sem honum sýnist og þarf ekkert að bera ábyrgð á hversu mikil sannindi eru í því. Því miður er fólk að pikka þetta upp og jafnvel miðlar að birta þetta," sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram sem segir að að sér vegið með ummælum Kristjáns Óla Sigurðssonar í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin í dag.


Lestu um leikinn: Fram 4 -  1 Keflavík

Kristján Óli fullyrti í þættinum að Jón hafi farið í fjögurra daga frí til Akureyrar og hefði svo hitt liðið einum og hálfum tíma fyrir leik gegn KA um helgina. 433.is birti svo ummælin eftir honum í frétt í morgun.

Hið rétta var að Jón var í bænum þar til eftir æfingu liðsins á föstudag en fór þá til Siglufjarðar í jarðarför nákomins ættingja og missti því af æfingu liðsins á laugardeginum.

„Þetta var mjög ósanngjörn umræða og ég held að ástæða þess að ég sleppti einni æfingu síðustu helgi hafi komið fram í grein á Fótbolta.net," sagði Jón.

„Mér fannst að mér vegið en ég ætla ekki að skipta mér af skipta mér af Kristjáni Óla, mér gæti ekki verið meira sama hvað hann er að blaðra."

„Þetta hafði áhrif á mig, mér fannst að mér vegið með þessum ummælum og gefið í skyn að ég hafi verið í einhverju bríaríi fyrir norðan af því bara því ég nennti ekki að mæta á æfingar. Ég veit ekkert hvað honum liggur að baki og hann verður að eiga það við sig. Það skiptir mig þá engu máli ég veit betur."


Nonni Sveins: Vona að Gummi Magg hafi verið svekktur
Athugasemdir
banner
banner