Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   mán 02. október 2023 20:22
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo skoraði í Meistaradeildinni
Ronaldo er kominn með eitt mark í tveimur leikjum í Meistaradeild Asíu.
Ronaldo er kominn með eitt mark í tveimur leikjum í Meistaradeild Asíu.
Mynd: Getty Images
Philippe Coutinho var í tapliði Al-Duhail í dag.
Philippe Coutinho var í tapliði Al-Duhail í dag.
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo var í byrjunarliði Al-Nassr sem tók á móti Istiqlol Dushanbe í Meistaradeild Asíu í kvöld.

Gestirnir frá Tadsíkistan tóku forystuna þvert gegn gangi leiksins með marki á 44. mínútu og tókst heimamönnum í Al-Nassr ekki að jafna fyrr en á 66. mínútu, þegar Ronaldo kom boltanum í netið.

Skömmu síðar bætti Anderson Talisca tveimur mörkum við á fimm mínútna kafla til að gera út um viðureignina og tryggja verðskuldaðan sigur.

Seko Fofana, Aymeric Laporte og Marcelo Brozovic voru meðal byrjunarliðsmanna Al-Nassr í leiknum.

Al-Nassr er með sex stig eftir tvær umferðir, en Persepolis er í öðru sæti með þrjú stig eftir sigur gegn Philippe Coutinho og félögum í Al-Duhail frá Katar.

Coutinho var í byrjunarliði Al-Duhail ásamt Ruben Semedo en þeim tókst ekki að stöðva Persepolis sem var sterkara liðið og verðskuldaði sigurinn.

Al-Duhail er aðeins komið með eitt stig eftir tvær umferðir og mætir Ronaldo og félögum í Al-Nassr í næstu umferð.

Moussa Marega skoraði þá eina mark leiksins í sigri Al-Sharjah eftir undirbúning frá Miralem Pjanic, en Al-Sharjah er með fjögur stig eftir tvær umferðir. Pjanic og félagar höfðu betur í jöfnum leik gegn Al-Faisaly Amman frá Jórdaníu.

Al-Nassr 3 - 1 Istiqlol Dushanbe
0-1 S. Sebai ('44)
1-1 Cristiano Ronaldo ('66)
2-1 Anderson Talisca ('72)
3-1 Anderson Talisca ('77)

Al-Duhail 0 - 1 Persepolis

Al-Sharjah 1 - 0 Al-Faisaly Amman

Nasaf Qarshi 3 - 1 Al-Sadd

OKMK 1 - 2 Al-Quwa Al-Jawiya
Athugasemdir
banner
banner
banner