Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 02. desember 2019 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Borg: Loksins að stíga upp úr meiðslum
Arnór í leik gegn unglingaliði Arsenal.
Arnór í leik gegn unglingaliði Arsenal.
Mynd: Arnór Borg Guðjohnsen
Mynd: PlayerProfile
Mynd: PlayerProfile
Mynd: Swansea
Arnór ásamt foreldrum sínum, Arnóri Guðjohnsen og Önnu Borg.
Arnór ásamt foreldrum sínum, Arnóri Guðjohnsen og Önnu Borg.
Mynd: Blikar.is
Arnór Borg Guðjohnsen er 19 ára sóknarsinnaður miðjumaður. Hann er á mála hjá Swansea í Wales. Hann var keyptur frá Breiðabliki í mars árið 2017 og gekk í raðir velska félagsins í júní það ár. Áður á ferlinum æfði hann með Cornella, félagi í Katalóníu þar sem hann var, ásamt foreldrum sínum, búsettur í Barcelona.

Faðir Arnórs er Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen er hálfbróðir miðjumannsins unga.

Fyrir rúmu ári birti Wales Online (október 2018) grein þar sem fjallað var um Arnór og Guðjohnsen nafnið.

„Það eru kostir og gallar við Guðjohnsen-nafnið. Ég fæ góð ráð og leiðsögn frá fjölskyldu minni sem er reynslumikil á þessu sviði en það er líka pressa sem fylgir. Fólk býst við því að ég eigi að verða jafn góður og faðir minn eða bróðir," sagði Arnór við Wales Online í fyrra.

Fótbolti.net hafði samband við Arnór Borg í dag og ræddi við hann um stöðu mála hjá sér. Fyrsta spurningin var tengd vistaskiptunum frá Breiðablik í Swansea. Hvað kom til að hann gekk í raðir Swansea?

„Swansea byrjaði að sýna mér áhuga mjög snemma," sagði Arnór við Fótbolta.net

„Ég fór þrisvar sinnum á reynslu til þeirra. Fyrsta skiptið var 2014, eftir það stefndi ég alltaf að því að semja við þá."

Gríðarlega óheppinn með meiðsli
Í grein Wales Online var sagt frá því að Arnór væri á góðri leið að fá tækifæri með aðalliði Swansea. Arnór var spurður út í síðasta tímabil og árið í ár.

„Síðasta árið er buið að vera svolítið erfitt hérna úti. Ég er búinn að vera meira og minna meiddur en er að komast í leikform aftur núna."

Hvað hefur verið að hrjá kappann?

„Á síðustu tveimur árum hef ég: tognað á báðum lærvöðvum, rifið rassvöðvann, brákað á mér öklann og tognað á mjöðminni."

Sneri til baka um helgina
Arnór hefur því verið mikið frá. Arnór skoraði tvö mörk í nóvember mánuði í fyrra. Í lokaleiknum með U18 ára á síðasta ári meiðist Arnór og var frá í um fjóra mánuði. Hann sneri til baka gegn Brighton í apríl en meiðist strax í kjölfarið. Hann hefur verið frá vegna meiðsla þar til nú um helgina. Þá kom hann inn á gegn Colchester með U23 ára liði Swansea í bikarkeppni U23 ára liða.

„Ég spilaði fyrstu mínúturnar mínar á þessu tímabili í gær þegar ég kom inn á gegn Colchester."

„Ég hef verið að æfa á fullu að undanförnu og vonandi næ ég núna að sanna mig hér úti almennilega."


Fékk einn hálfleik með U19 og skoraði tvö mörk
Arnór var valinn í vináttuleik gegn Albaníu í september árið 2018. Þá spilaði hann seinni hálfleik leiksins og skoraði tvö mörk í 1-4 sigri. Síðan hefur hann ekki verið valinn í landsiðshóp. Arnór var spurður út í tækifærin með yngri landsliðunum.

„Ég fékk eitt tækifæri með yngri landsliðum þegar Þorvaldur Örlygsson (þjálfari U19) gaf mér 45 mínútur á móti Albaníu. Ég stóð mig vel í þeim leik og náði að skora tvö mörk."

„Síðan var ég ekki valinn aftur af honum en vonandi fæ ég tækifæri til að sanna mig núna með U21."


Full einbeiting á að komast í leikform
Arnór var að lokum spurður út í næstu mánuði. Hafa önnur lið verið að spyrjast fyrir um leikmanninn?

„Ég hef ekkert pælt i neinum öðrum félögum."

„Ég hef einungis verið að einbeita mér að því að komast í leikform og spila hérna hjá Swansea. Samningurinn hér rennur út eftir þetta tímabil og þá verður staðan skoðuð."

„Vonandi næ ég að standa mig vel hér restina af tímabilinu. Það væri gaman ef frammistaðan verður á þann máta að tekið verður eftir henni,"
sagði Arnór að lokum.

Hér er hægt að lesa grein Wales Online um Arnór.
Athugasemdir
banner
banner
banner