Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 02. desember 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Poyet hefur ekki áhuga á að snúa aftur til Sunderland
Gus Poyet.
Gus Poyet.
Mynd: Getty Images
Gus Poyet mun ekki snúa aftur til Sunderland og taka við liðinu af Phil Parkinson.

Parkinson var rekinn frá Sunderland fyrr í vikunni. Parkinson var rekinn eftir rétt rúmlega ár í starfi. Hann tók við í október 2019 og stýrði liðinu í áttunda sæti í ensku C-deildinni.

Sunderland er í áttunda sæti eftir 13 umferðir á nýju tímabili, aðeins tveimur stigum frá umspilssæti, en það þykir ekki nægilega gott þar á bæ þar sem stefnan er sett á að fara upp í Championship.

Poyet var á meðal líklegustu kandídata í að taka við af Parkinson en samkvæmt heimildum Sky Sports vill hann ekki fara niður í ensku C-deildina. Hinn 53 ára gamli Poyet tók við Sunderland í október 2013 og tókst honum að bjarga liðinu með ótrúlegum hætti á sinni fyrstu leiktíð hjá félaginu. Hann var svo rekinn frá félaginu í mars 2015.

Hann mun hins vegar ekki snúa aftur til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner