Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 02. desember 2020 15:35
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Alex var á fréttamannafundi Arsenal í dag
Rúnar Alex Rúnarsson á fréttamannafundinum í dag.
Rúnar Alex Rúnarsson á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Getty Images
Rúnar Alex Rúnarsson segist vera tilbúinn að berjast um að verða aðalmarkvörður Arsenal, annars hefði hann ekki komið til félagsins.

Rúnar Alex sat fyrir svörum á fréttamannafundi Arsenal í dag sem gefur sterkar vísbendingar um að hann spili sinn þriðja leik fyrir félagið á morgun þegar leikið verður gegn Rapid Vín í Evrópudeildinni.

Rúnar Alex hefur spilað tvo Evrópudeildarleiki og haldið markinu hreinu í þeim báðum.

Á fréttamannafundinum í dag sagðist Rúnar Alex tilbúinn að berjast við Brend Leno um að verða markvörður númer eitt.

„Ég tel að það eigi að vera hugsun allra sem vilja spila, sama hvaða stöðu þeir spila. Kannski er þetta aðeins öðruvísi með markverði en þú þarft að hafa það hugarfar að vilja verða markvörður númer eitt," segir Rúnar Alex.

„Hvort sem það gerist, og hvort sem það gerist eftir eina viku eða eitt ár, þá á það alltaf að vera hugsun þín. Annars ertu í rangri starfsgrein. Ég hef 100% trú á sjálfum mér, annars væri ég ekki hjá þessu félagi held ég. Ég þarf að vera með þá trú að ég geti spilað og þarf að sýna það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner