fös 02. desember 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Griezmann svarar Kimmich: Þú ert frábær leikmaður
Joshua Kimmich.
Joshua Kimmich.
Mynd: Getty Images
Joshua Kimmich, miðjumaður Þýskalands, segir gærdagurinn hafi verið sá versti á sínum fótboltaferli.

Þýskaland féll úr leik á HM þrátt fyrir sigur gegn Kosta Ríka í lokaleik sínum. Þjóðverjar féllu úr leik þar sem Japan vann sigur gegn Spánverjum á sama tíma.

Þjóðverjar hafa núna ollið vonbrigðum á síðustu þremur stórmótum. Kimmich, sem er 27 ára, kom inn í liðið fyrir EM 2016 þar sem Þýskaland svo fór í undanúrslit. Síðan þá hefur liðið dottið út í riðlinum á tveimur heimsmeistaramótum í röð og í 16-liða úrslitunum á EM 2020.

„Þetta er versti dagurinn á mínum ferli. Þú ferð að hugsa um að þessi vonbrigði séu tengd mér eitthvað," sagði Kimmich, sem er algjör lykilmaður í þýska landsliðinu.

Kimmich er greinilega mjög svekktur en Antoine Griezmann, leikmaður franska landsliðsins, ákvað að svara honum í gegnum samfélagsmiðla.

„Þú ert frábær leikmaður. Þú munt rísa aftur upp, Joshua," skrifaði Griezmann. Fallega gert hjá honum.


Athugasemdir
banner
banner
banner