Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 03. mars 2021 06:00
Aksentije Milisic
Southgate: Bretland getur vel haldið Evrópumótið
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur tjáð sig um það að Breta séu tilbúnir til þess að halda Evrópumótið í sumar.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlandseyja, hefur boðist til þess að halda Evrópumótið í sumar en í fyrsta sinn átti að halda mótið í tólf borgum í tólf löndum í Evrópu. Vegna kórónuveirunnar gæti því fyrirkomulagi verið slaufað og segir Southgate að Bretland sé vel í stakk búið, að halda þetta stórmót í sumar.

„Við erum með leiki í riðlakeppninni hvort sem er, svo við hlökkum mikið til þess. Við vonum að við höldum áfram að sýna framfarir svo að áhorfendur geta komið á vellina. Það er fyrsta skrefið," sagði Southgate.

„Allt annað er í lausu lofti má segja. Við fáum þau skilaboð að Evrópumótið verði haldið í sinni upprunarlegri mynd. Ef það kemur hins vegar til þess að eitt land haldið mótið, þá getum við vel gert það. Við vitum samt að þó við höldum mótið, þá þýðir það ekki endilega að árangur náist. Aðeins Frakkland hefur náð þeim áfanga að halda Evrópumótið og vinna það."

Johnson hefur leyft áhorfendur aftur á völlinn í Englandi þann 17. maí og því geta stuðningsmenn mætt á lokaumferðina í enska boltanum á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner