Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mið 03. mars 2021 08:00
Aksentije Milisic
Zaha missir af leiknum gegn Man Utd
Wilfried Zaha, lykilleikmaður Crystal Palace, hefur verið meiddur að undanförnu og nú er ljóst að hann mun missa af leik liðsins gegn Manchester United í kvöld.

Zaha meiddist í byrjun febrúar í leik gegn Newcastle og hefur ekki spilað síðan. Hann mun því missa af leiknum gegn sínum fyrrum félagi en liðið mætast á Selhurst Park.

Roy Hodgson, þjálfari Palace, hefur hins vegar sagt að hann sé að byrja æfa hægt og rólega og gæti mögulega verið í hópnum sem mætir Tottenham Hotspur á sunnudaginn.

Zaha er markahæsti leikmaður Palace á þessu tímabili en hann hefur skorað níu mörk og lagt upp tvö.
Athugasemdir
banner