Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
   lau 20. desember 2025 17:16
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Willum byrjaði - Middlesbrough tapaði
Mynd: Gleðjum Saman
Mynd: Middlesbrough
Öllum leikjum dagsins er lokið í ensku Championship deildinni og var Willum Þór Willumsson í byrjunarliði Birmingham sem tapaði í Sheffield.

Sheffield United tók forystuna snemma leiks og fékk Thomas Doyle, leikmaður Birmingham, beint rautt spjald skömmu síðar. Tíu leikmenn Birmingham réðu ekki við andstæðinga sína í dag og lokatölur urðu 3-0.

Willum lék fyrstu 63 mínúturnar og var skipt af velli þegar staðan var þegar orðin 3-0. Alfons Sampsted var ónotaður varamaður.

Á sama tíma tókst Bristol City að binda endi á sigurhrinu Middlesbrough sem situr í öðru sæti deildarinnar.

Middlesbrough var sterkari aðilinn í Bristol en færanýtingin var slök. Heimamenn nýttu sín færi og unnu að lokum 2-0. Middlesbrough er með 42 stig eftir 22 umferðir, sex stigum á eftir toppliði Coventry.

Bristol er í harðri baráttu um umspilssæti, með 33 stig eftir þennan sigur.

Ipswich Town er í þriðja sæti, fimm stigum á eftir Middlesbrough eftir þægilegan sigur gegn botnliði Sheffield Wednesday. Hull City deilir þriðja sætinu með Ipswich eftir að hafa lagt West Bromwich Albion að velli í dag.

Watford og QPR eru þá með í umspilsbaráttunni eftir sigra á heimavelli í dag.

Sheffield Utd 3 - 0 Birmingham
1-0 Tyler Bindon ('5 )
2-0 Gustavo Hamer ('28 )
3-0 Patrick Bamford ('51 )
Rautt spjald: Tommy Doyle, Birmingham ('18)

Bristol City 2 - 0 Middlesbrough
1-0 Emil Riis ('17 )
2-0 Rob Atkinson ('62 )

Watford 1 - 0 Stoke City
1-0 Luca Kjerrumgaard ('74 )

Hull City 1 - 0 West Brom
1-0 Oli McBurnie ('45 , víti)
Rautt spjald: Alfie Gilchrist, West Brom ('75)

Derby County 1 - 1 Portsmouth
0-1 Callum Lang ('6 )
1-1 Hayden Matthews, sjálfsmark ('45 )

QPR 4 - 1 Leicester City
1-0 Koki Saito ('2 )
2-0 Richard Kone ('29 )
3-0 Karamoko Dembele ('33 )
4-0 Amadou Mbengue ('45 )
4-1 Silko Thomas ('81 )
4-1 Bobby De Cordova-Reid ('81 , Misnotað víti)

Charlton Athletic 1 - 0 Oxford United
1-0 Charlie Kelman ('78 )

Ipswich Town 3 - 1 Sheffield Wed
1-0 Cedric Kipre ('33 )
2-0 Jaden Philogene ('60 )
2-1 Liam Cooper ('71 )
3-1 Jack Clarke ('87 )
Athugasemdir
banner