Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. júní 2020 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neville: Arsenal gerði mistök daginn sem Aubameyang kom
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Arsenal. Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Manchester United, telur Arsenal hafa gert mistök strax þegar samið var við Aubameyang.

Arsenal samdi einungis til þriggja ára við Aubameyang og hefur ekki endursamið við félagið síðan.

Hann getur farið á frjálsri sölu en ljóst er að Mikel Arteta og aðrir hjá Arsenal muni reyna allt sem í þeirra valdi stendur til að halda framherjanum og nú fyrirliðanum lengur í London.

„Að hafa einhvern sem borgað er 60 milljónir punda fyrir og hann í stöðu þar sem hann getur gengið frá borði er staða sem Arsenal þekkir of vel," sagði Neville í The Football Show og vitnar þá í stöðuna sem kom upp á sínum tíma með Samir Nasri og Robin van Persie.

„Þú myndir alltaf hafa fjórða árið með á samningnum ef þú borgar 60 milljónir svo þú getir haldið stjórn á stöðunni ef leikmaðurinn gerir vel fyrstu tvö árin."

„Þetta eru mistök frá fyrsta degi og ekki í fyrsta sinn sem þessi staða kemur upp. Leikmaðurinn ræður för. Það er rétt að það er eitt ár eftir en svo getur hann farið frítt."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner