Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   lau 03. júní 2023 16:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Manchester City bikarmeistari 2023
Mynd: EPA

Manchester City 2 - 1 Manchester Utd
1-0 Ilkay Gundogan ('1 )
1-1 Bruno Fernandes ('33 , víti)
2-1 Ilkay Gundogan ('51 )


Manchester City er enskur bikarmeistari eftir sigur á grönnum sínum í Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley í dag.

Ilkay Gundogan var hetja liðsins en hann skoraði bæði mörkin. Það fyrra eftir 13 sekúndna leik og það seinna strax í upphafi síðari hálfleiks.

David De Gea hefur oft fengið að óþvegið en hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í dag. Þá sérstaklega með sinn hlut í seinna marki City þar sem hann hefði getað gert betur.

Gundogan fékk svo sannarlega færin til að fullkomna þrennuna. Hann setti boltann einu sinni í netið en var dæmdur rangstæður.

Man Utd var nálægt því að jafna metin í uppbótartíma þegar Raphael Varane átti skot í slá og Scott McTominay fylgdi á eftir og skallaði yfir.


Athugasemdir
banner
banner
banner