Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   lau 03. júní 2023 21:15
Brynjar Ingi Erluson
Tap í kveðjuleik Messi og Ramos
Sergio Ramos skoraði í kveðjuleiknum
Sergio Ramos skoraði í kveðjuleiknum
Mynd: EPA
Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain töpuðu lokaleik sínum í deildinni er Clermont kom í heimsókn á Parc des Princes-leikvanginn í París í dag.

PSG var að kveðja tvo leikmenn í dag en þeir Lionel Messi og Sergio Ramos yfirgefa félagið í lok júní.

Ramos kvaddi með marki en hann skallaði PSG í forystu á 16. mínútu og þá gerði Kylian Mbappe 29. mark sitt í deildinni á tímabilinu aðeins fimm mínútum síðar úr vítaspyrnu.

Clermont kom hins vegar til baka. Johan Gastien minnkaði muninn áður en Mehdi Zeffane jafnaði undir lok hálfleiksins.

Grejohn Kyei skoraði sigurmark Clermont á 63. mínútu og þar við sat.

Vonbrigði í síðasta leik Messi og Ramos. Christophe Galtier, þjálfari PSG, lætur þá af störfum eftir þetta tímabil. Það verða væntanlega stórar breytingar hjá félaginu í sumar, það er alveg ljóst.
Athugasemdir
banner