Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. ágúst 2020 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Capello: Zaniolo hefur alla burði til að vinna Gullknöttinn
Capello bindur miklar vonir við Zaniolo.
Capello bindur miklar vonir við Zaniolo.
Mynd: Getty Images
Fabio Capello, fyrrum þjálfari Juventus, Roma, Real Madrid og enska landsliðsins, hefur miklar mætur á Nicoló Zaniolo, 21 árs miðjumanni Roma.

Zaniolo hefur spilað 67 leiki á tveimur árum hjá Roma og á fimm A-landsleiki að baki fyrir Ítalíu.

„Zaniolo hefur alla burði til að vinna Gullknöttinn einn daginn. Ég er ástfanginn af honum, hann er ótrúlega sterkur, kröftugur, hraður og gæðamikill. Það eru margir ungir leikmenn í dag sem lofa góðu en enginn er eins og Zaniolo," sagði Capello í útsendingu Sky Sport Italia.

„Ég sé engan leikmann á aldri við Zaniolo sem stenst samanburð.

„Honum er stundum líkt við Kaká en þeir eru öðruvísi leikmenn. Zaniolo er mun sterkari en Kaká var teknískari."


Zaniolo missti af stórum hluta tímabilsins vegna krossbandsslits í janúar. Hann skoraði 8 mörk í 31 leik í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner