Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 03. ágúst 2020 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard vill fresta upphafi næstu leiktíðar
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefur staðfest að næsta leiktíð hefst 12. september. Chelsea mætir Bayern í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á laugardaginn en lærisveinar Frank Lampard töpuðu fyrri leiknum 0-3 á heimavelli.

Lampard telur ósanngjarnt að sínir menn fái minni hvíld heldur en margir af keppinautum Chelsea í úrvalsdeildinni sem eru ekki lengur í Evrópukeppnum.

„Það er alltof snemmt að byrja aftur tólfta september. Leikmenn þurfa frí, það er ekki af ástæðulausu sem meiðsli hafa aukist gríðarlega eftir Covid-hlé," sagði Lampard.

„Við eigum leik við Bayern í Meistaradeildinni og svo er rétt rúmur mánuður í næsta tímabil. Við eigum skilið lengra frí, það er ósanngjarnt að láta okkur byrja svona snemma."

Chelsea missti þrjá leikmenn meidda af velli í 2-1 tapi gegn Arsenal um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner