Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 03. október 2024 15:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Víkings á Kýpur: Fyrirliðinn kemur inn
Nikolaj Hansen byrjar.
Nikolaj Hansen byrjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spila í dag sinn fyrsta leik í Sambandsdeildinni.
Spila í dag sinn fyrsta leik í Sambandsdeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 16:45 flautar hollenski dómarinn Sander van der Eijk leik Omonoia og Víkings á í Sambandsdeildinni. Leikurinn er liður í 1. umferð deildarinnar og fer fram á GSP leikvanginum í Nikósíu á Kýpur. Á vef UEFA segir að 23 gráðu hiti sé á leikstað.

Leikurinn í dag er fyrsti leikur Víkings í sjálfri Sambandsdeildinni. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er búinn að velja byrjunarliðið sitt og er ein breyting frá sigurleiknum gegn Val á sunnudag. Fyrirliðinn Nikolaj Hansen kemur inn í liðið fyrir Helga Guðjónsson sem tekur sér sæti á bekknum.

Lestu um leikinn: Omonoia 4 -  0 Víkingur R.

Byrjunarlið Víkings
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
20. Tarik Ibrahimagic
21. Aron Elís Þrándarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f)
25. Valdimar Þór Ingimundarson
Athugasemdir