Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   mán 03. nóvember 2025 15:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ásbjörn áfram með Hvíta riddarann - Spáð 7. sæti en fór upp
Mynd: Hvíti riddarinn
Hvíti riddarinn í Mosfellsbæ hefur greint frá því að Ásbjörn Jónsson, eða Ási eins og hann er kallaður, verði áfram með liðið á næsta tímabili.

Hann tók við liðinu fyrir rúmu ári síðan og kom liðinu upp úr 3. deildinni með því að vinna deildina á sínu fyrsta tímabili. Hann tók við liðinu af Ásgeiri Frank Ásgeirssyni sem söðlaði um og varð aðstoðarþjálfari Fjölnis.

„Undirbúningurinn er nú þegar hafin og eru strákarnir komnir á fullt fyrir komandi tímabil," segir í tilkynningu Hvíta riddarans en liðið, sem er venslalið Aftureldingar, verður í 2. deild á næsta tímabili.

Ásbjörn, sem er fæddur árið 1974, var valinn þjálfari ársins í deildinni, valið var opinberað hér á Fótbolti.net en það voru þjálfarar í deildinni sem kusu. Þess má geta að liðinu var spáð 7. sæti fyrir mót.

„Fyrir tímabilið var Hvíta riddaranum spáð um miðja deild en Mosfellingar komu á óvart með því að vinna deildina. Þeir fóru hamförum í markaskorun og skoruðu 72 mörk í 22 leikjum en liðið spilaði býsna skemmtilegan og árangursríkan fótbolta. Ásbjörn eða Ási eins og hann er kallaður hefur bæði þjálfað og spilað með Hvíta riddaranum áður en auk þess gerði hann 3. flokk karla í Aftureldingu Íslandsmeistara árið 2018. Hann vinnur þessi verðlaun með yfirburðum en næstur kom Guðmundur Óli Steingrímsson sem kom Magna upp um deild," segir í umfjöllun um Ása þegar hann var valinn þjálfari ársins.
Athugasemdir
banner