Valur nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi Marius Lundemo og hefur hann því yfirgefið félagið.
Lundemo er 31 árs gamall Norðmaður sem gekk til liðs við félagið fyrir tímabilið en hann vann fjölda titla með Rosenborg á sínum tíma, þá spilaði hann einnig með Lilleström.
Lundemo er 31 árs gamall Norðmaður sem gekk til liðs við félagið fyrir tímabilið en hann vann fjölda titla með Rosenborg á sínum tíma, þá spilaði hann einnig með Lilleström.
Valur nýtti sér uppsagnarákvæði í samningnum hans en samningurinn var í gildi út árið 2026.
Hann spilaði 20 leiki fyrir Val í sumar og skoraði eitt mark.
„Við þökkum Lundemo fyrir hans framlag og óskum honum alls hins besta í framtíðinni," segir í tilkynningu frá Val.
Athugasemdir



