Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
   lau 01. nóvember 2025 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd hefur áhuga á miðjumanni Chelsea - Inter á eftir Guehi
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Chelsea
Marc Guehi, Nicolas Jackson, Andrey Santos og Antoine Semenyo eru meðal leikmanna sem koma fram í slúðurpakka dagsins.

Inter Milan hefur áhuga á að fá enska varnarmanninn Marc Guehi, 25, þegar samningur hans við Crystal Palace rennur út næsta sumar. Ítalska félagið mun fá samkeppni frá Barcelona, Bayern, Real Madrid og Liverpool. (Gazzetta dello Sport)

Everton fylgist með Nicolas Jackson, 24, framherja Chelsea þar sem það þykir ólíklegra með hverjum deginum að Bayern muni virkja 70 milljón punda ákvæði í lánssamningnum frá Chelsea. (Football Insider)

Man Utd hefur áhuga á Andrey Santos, 21, miðjumanni Chelsea þar sem félagið ætlar sér að styrkja miðjuna í janúar. (Football Insider)

Ruben Amorim, stjóri Man Utd, býst við því að nokkrir leikmenn liðsins muni byðja um sölu í janúar í leit að fleiri mínútum. (Times)

Man Utd skoðar að fá Ayyoub Bouaddi, 18, miðjumann Lille. (Caught Offside)

Arsenal og Liverpool hafa einnig áhuga á Bouaddi. (TBR Football)

Antoine Semenyo, 25, leikmaður Bournemouth, veit af sögusögnum um framtíð sína en hann er glaður með að hafa verið áfram hjá félaginu í sumar. (Sky Sports)

Það er mikill áhugi á Ismael Saibari, miðjumanni PSV, úr úrvalsdeildinni. Aston Villa og Leeds eru meðal félaga sem hafa sýnt þessum 24 ára gamla Marokkóa áhuga. (TBR Football)

Real Madrid hefur blandað sér í baráttuna við Man Utd og Chelsea um Keerim Alajbegovic, 18, vængmann RB Salzburg. Defensa Central)
Athugasemdir
banner
banner