FH hefur tilkynnt um brottför Kjartans Henry Finnbogasonar frá félaginu.
Kjartan Henry gekk til liðs við FH fyrir tímabilið 2023 sem leikmaður en hann skoraði 11 mörk í 26 leikjum það sumar. Hann gerðist síðan aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar í kjölfarið.
Kjartan Henry gekk til liðs við FH fyrir tímabilið 2023 sem leikmaður en hann skoraði 11 mörk í 26 leikjum það sumar. Hann gerðist síðan aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar í kjölfarið.
Heimir kvaddi FH eftir tímabilið í ár en liðið hafnaði í 6. sæti eins og í fyrra. Hann var ráðinn þjálfari Fylkis í Lengjudeildinni.
Kjartan Henry hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Njarðvík.
Athugasemdir




