KSÍ hefur gefið frá sér tilkynningu sem segir að landsliðshópurinn fyrir síðasta landsliðsverkefni ársins verði opinberaður á miðvikudaginn.
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu spila gríðarlega mikilvæga útileiki í landsleikjaglugganum, gegn Aserbaídsjan og Úkraínu. Þeir þurfa sigur gegn Aserum og þá gæti jafntefli nægt í lokaleiknum gegn Úkraínu sem mun fara fram í Póllandi.
Ísland spilar í Bakú fimmtudaginn 13. nóvember og Varsjá sunnudaginn 16. nóvember.
Strákarnir fara inn í landsleikjahléð eftir að hafa náð í stig á heimavelli gegn Frökkum í október og tapað í fjörugum átta marka leik gegn Úkraínu.
01.10.2025 13:06
Landsliðshópurinn: Aron Einar og Andri Fannar inn - Jói utan hóps
Landslið karla - HM 2026
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Frakkland | 4 | 3 | 1 | 0 | 9 - 3 | +6 | 10 |
| 2. Úkraína | 4 | 2 | 1 | 1 | 8 - 7 | +1 | 7 |
| 3. Ísland | 4 | 1 | 1 | 2 | 11 - 9 | +2 | 4 |
| 4. Aserbaísjan | 4 | 0 | 1 | 3 | 2 - 11 | -9 | 1 |
Athugasemdir




