Það ríkir mikil spenna fyrir dráttinn sem fer fram næsta þriðjudag þar sem dregið verður í riðla fyrir undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM kvenna 2027.
Fyrsta stig undankeppninnar skiptist í þrjár deildir og er Ísland í A-deild. Hver deild skiptist niður í fjóra styrkleikaflokka og er Ísland í þriðja styrkleikaflokki í A-deild, enda í ellefta sæti á heimslista FIFA.
Það er því ljóst að Ísland fær erfiðan undanriðil með öðrum sterkum þjóðum, þar sem ein þjóð úr hverjum styrkleikaflokki verður í sama riðli.
Ísland getur til að mynda endað með Spáni, Englandi og Írlandi í riðli.
Sterkar þjóðir á borð við Belgíu, Sviss og Portúgal eru í B-deild.
Undankeppnin virkar þannig að íslenska landsliðið mun eiga möguleika að komast á HM þó að liðið tapi öllum leikjunum í riðlakeppninni. Möguleikarnir minnka eftir því sem verr gengur.
Ellefu þjóðir frá Evrópu munu fá þátttökurétt á HM 2027, og fær ein Evrópuþjóð tækifæri til að komast á mótið með umspilsleik gegn þjóð frá annarri heimsálfu. Í heildina verða 32 þátttakendur á HM.
Styrkleikaflokkur 1
Frakkland, Þýskaland, Spánn, Svíþjóð
Styrkleikaflokkur 2
Holland, England, Ítalía, Noregur
Styrkleikaflokkur 3
Danmörk, Austurríki, Ísland, Pólland
Styrkleikaflokkur 4
Slóvenía, Serbía, Úkraína, Írland
Athugasemdir

