Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
banner
   lau 01. nóvember 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ramsey samdi um starfslok eftir að hundurinn týndist
Mynd: X
Velski miðjumaðurinn Aaron Ramsey er samningslaus eftir að hafa samið við mexíkóska stórveldið Pumas um starfslok.

Ramsey gekk til liðs við Pumas í sumar og tókst að koma við sögu í sex leikjum í röð með liðinu áður en hann meiddist fyrir mánuði síðan.

Í miðri endurhæfingu eftir meiðslin týndist Halo, ástkær hundur Ramsey, eftir að hafa verið að gista á hundahóteli meðan Ramsey og fjölskyldan voru í burtu.

Allt málið í kringum hvarf hundsins hefur skapað mikið stress í lífi í Ramsey sem vildi fá að snúa aftur heim til Bretlandseyja með ungri fjölskyldu sinni. Hann og eiginkona hans Colleen eiga þrjú börn saman.

Ramsey, fyrrum leikmaður Arsenal og Juventus með 86 landsleiki að baki fyrir Wales, getur því samið við félag í enska boltanum á frjálsri sölu. Hann er 34 ára gamall og lék með Cardiff City í Championship deildinni áður en hann skipti til Pumas.

   25.10.2025 11:51
Hundur Ramsey týndur í Mexíkó - Rúmar tvær milljónir í fundarlaun

Athugasemdir
banner