Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
   lau 01. nóvember 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pedro ætlar að yfirgefa Lazio fyrir næsta afmæli
Mynd: EPA
Spænski kantmaðurinn Pedro Rodríguez hefur ákveðið að yfirgefa Lazio þegar samningur hans við félagið rennur út næsta sumar.

Pedro hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Lazio þrátt fyrir hækkandi aldur og er enn vel nothæfur leikmaður í dag undir stjórn Maurizio Sarri, þrátt fyrir að vera 38 ára gamall.

Hann verður 39 ára gamall í júlí á næsta ári en mun ekki vera leikmaður Lazio þegar hann fagnar afmælisdeginum.

„Þetta verður mitt síðasta tímabil hjá Lazio og ég mun gera allt í mínu valdi til að skilja við liðið á þeim stað sem það á skilið að vera á, í Evrópukeppni. Ég vil þakka öllum innan félagsins fyrir frábæra samveru, ég mun halda áfram að reyna að koma Lazio aftur í Evrópu. Við getum gert það í gegnum deildina eða í gegnum ítalska bikarinn," segir Pedro.

Pedro ætlar samt ekki að hætta í fótbolta, hann ætlar að leita á önnur mið. Hann segist taka þessa ákvörðun af persónulegum ástæðum og mun því líklegast snúa aftur til Spánar á næstu leiktíð eftir tíu ára fjarveru.

Pedro var hjá Barcelona í ellefu ár áður en hann skipti til Chelsea fyrst, svo til Roma og loks til Lazio.

„Ég er ekki að hætta í fótbolta en ég veit ekki hvað ég á mörg ár eftir. Ég veit að ég á ekki mikið eftir,"

Pedro hefur komið við sögu í hverjum einasta leik hingað til á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner