Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
   lau 01. nóvember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Spennandi slagir í Madríd
Grannaslagur í Baskalandi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það eru gæðamiklir leikir á dagskrá í spænska boltanum í dag og í kvöld þar sem bæði stórveldin úr Madríd eiga heimaleiki í höfuðborginni.

Atlético tekur á móti Sevilla í dag áður en Real fær Valencia í heimsókn í kvöld.

Atlético er í fjórða sæti deildarinnar eftir slaka byrjun á tímabilinu. Liðið virðist vera komið í góðan gír og er taplaust í níu deildarleikjum í röð eftir tap gegn Espanyol í fyrstu umferð.

Real hefur verið að ná góðum úrslitum undir stjórn Xabi Alonso og trónir á toppi spænsku deildarinnar eftir að hafa lagt alla andstæðinga sína að velli hingað til á tímabilinu nema einn. Liðið er í miklu stuði þrátt fyrir orðróma sem segja ýmsa stjörnuleikmenn vera ósátta með stjórnarhætti þjálfarans.

Real Sociedad spilar einnig við Athletic Bilbao í alvöru Baskaslag í dag en Orri Steinn Óskarsson verður ekki með þar sem hann er enn fjarverandi vegna meiðsla. Sociedad er aðeins komið með 9 stig eftir hörmulega byrjun á tímabilinu.

Leikir dagsins
13:00 Villarreal - Rayo Vallecano
15:15 Atletico Madrid - Sevilla
17:30 Real Sociedad - Athletic Bilbao
20:00 Real Madrid - Valencia
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 10 9 0 1 22 10 +12 27
2 Barcelona 10 7 1 2 25 12 +13 22
3 Villarreal 10 6 2 2 18 10 +8 20
4 Atletico Madrid 10 5 4 1 18 10 +8 19
5 Espanyol 10 5 3 2 14 11 +3 18
6 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
7 Betis 10 4 4 2 15 12 +3 16
8 Elche 10 3 5 2 11 10 +1 14
9 Vallecano 10 4 2 4 12 10 +2 14
10 Athletic 10 4 2 4 9 10 -1 14
11 Sevilla 10 4 1 5 17 16 +1 13
12 Alaves 10 3 3 4 9 9 0 12
13 Celta 10 1 7 2 11 13 -2 10
14 Osasuna 10 3 1 6 9 12 -3 10
15 Levante 10 2 3 5 14 18 -4 9
16 Mallorca 10 2 3 5 11 15 -4 9
17 Real Sociedad 10 2 3 5 10 14 -4 9
18 Valencia 10 2 3 5 10 16 -6 9
19 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
20 Oviedo 10 2 1 7 7 19 -12 7
Athugasemdir
banner