Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
   lau 01. nóvember 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Semenyo ánægður að hafa skrifað undir samning
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Kantmaðurinn eftirsótti Antoine Semenyo skrifaði undir nýjan samning við Bournemouth í sumar, á sama sumri og félagið seldi nokkra lykilmenn í burtu frá sér.

Bournemouth seldi Dean Huijsen, Milos Kerkez, Illia Zabarnyi og Dango Ouattara síðasta sumar fyrir samtals rétt tæplega 200 milljónir punda. Semenyo var einnig eftirsóttur en ákvað að skrifa undir nýjan samning og hefur verið aðalstjarnan á nýju tímabili.

Hann er að gera frábæra hluti undir stjórn Andoni Iraola og er kominn með 6 mörk og 3 stoðsendingar í 9 úrvalsdeildarleikjum. Bournemouth er óvænt í öðru sæti deildarinnar eftir frábæra byrjun á tímabilinu, með 18 stig eftir 9 umferðir.

Bournemouth heimsækir Manchester City í hörkuslag um helgina og spjallaði Semenyo við Jamie Redknapp fótboltasérfræðing hjá Sky Sports.

„Ég hugsa ekki of mikið um framtíðina, ég reyni að lifa í núinu eins mikið og ég get. Ég sé alla orðrómana og allar fréttirnar en ég geri mitt besta til að halda einbeitingu svo ég geti haldið áfram að gera góða hluti á vellinum. Það er mikilvægast, ég nýt þess að spila fyrir Bournemouth," sagði Semenyo.

„Þegar strákarnir fóru í sumar var ég í mikið af viðræðum við félagið en ég vissi í hausnum á mér að þjálfarinn væri með einhvern ás uppi í erminni. Við enduðum tímabilið svo vel á síðustu leiktíð og okkur tókst að halda því gengi áfram á nýju tímabili þrátt fyrir að missa lykilmenn.

„Ég var ekki svo viss um að þetta myndi ganga upp til að byrja með en við keyptum frábæra menn inn og höfum verið að standa okkur virkilega vel. Ég er ánægður með að hafa skrifað undir þennan samning."


Semenyo er næstmarkahæstur í úrvalsdeildinni eftir Erling Haaland og þeir mætast á morgun í afar spennandi slag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 9 7 1 1 16 3 +13 22
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 17 7 +10 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
6 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
7 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
8 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
9 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
10 Crystal Palace 9 3 4 2 12 9 +3 13
11 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
12 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Burnley 9 3 1 5 12 17 -5 10
17 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
18 Nott. Forest 9 1 2 6 5 17 -12 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 9 0 2 7 7 19 -12 2
Athugasemdir
banner
banner