Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
banner
   lau 01. nóvember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Spútnik liðin mæta stórveldum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tíunda umferð ítalska deildartímabilsins fer af stað í dag, þegar Atalanta heimsækir Udinese.

Atalanta er eina taplausa liðið í deildinni en situr þrátt fyrir það um miðja deild með 13 stig eftir að hafa gert jafntefli sjö sinnum. Udinese hefur tapað þremur leikjum og er aðeins einu stigi á eftir Atalanta á stöðutöflunni.

Ítalíumeistarar Napoli taka svo á móti spútnik liði Como í verulega áhugaverðum slag en Como er í fimmta sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Napoli.

Að lokum eiga nýliðar Cremonese heimaleik gegn Juventus, en Cremonese er einnig að reynast mikið spútnik lið.

Juventus er í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig, einu stigi meira en Cremonese.

Leikir dagsins
14:00 Udinese - Atalanta
17:00 Napoli - Como
19:45 Cremonese - Juventus
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 9 7 0 2 16 8 +8 21
2 Roma 9 7 0 2 10 4 +6 21
3 Inter 9 6 0 3 22 11 +11 18
4 Milan 9 5 3 1 14 7 +7 18
5 Como 9 4 4 1 12 6 +6 16
6 Bologna 9 4 3 2 13 7 +6 15
7 Juventus 9 4 3 2 12 9 +3 15
8 Cremonese 9 3 5 1 11 10 +1 14
9 Atalanta 9 2 7 0 13 7 +6 13
10 Sassuolo 9 4 1 4 10 10 0 13
11 Lazio 9 3 3 3 11 7 +4 12
12 Udinese 9 3 3 3 11 15 -4 12
13 Torino 9 3 3 3 8 14 -6 12
14 Cagliari 9 2 3 4 9 12 -3 9
15 Parma 9 1 4 4 4 9 -5 7
16 Lecce 9 1 3 5 7 14 -7 6
17 Pisa 9 0 5 4 5 12 -7 5
18 Verona 9 0 5 4 5 14 -9 5
19 Fiorentina 9 0 4 5 7 15 -8 4
20 Genoa 9 0 3 6 4 13 -9 3
Athugasemdir
banner
banner