Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 03. desember 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rakitic opinn fyrir Sevilla og Atletico Madrid
Ivan Rakitic í baráttu við landsliðsfélaga sinn Luka Modric.
Ivan Rakitic í baráttu við landsliðsfélaga sinn Luka Modric.
Mynd: Getty Images
Ivan Rakitic hefur verið orðaður við ýmis stórlið í Evrópu undanfarna mánuði vegna lítils spiltíma hjá Barcelona. Rakitic hefur kvartað í fjölmiðlum yfir að fá ekki nægan tíma til að spreyta sig.

Hann virðist þó aftur kominn í náðirnar hjá Ernesto Valverde. Hann spilaði 34 mínútur í 1-2 sigri gegn Leganes, svo fékk hann 77 mínútur í 3-1 sigri gegn Dortmund og um helgina lék hann allan leikinn í 0-1 sigri gegn Atletico Madrid.

„Það sem ég vil er að spila fótbolta. Ef ég fæ leiktíma hjá Barcelona þá er ekkert annað félag sem ég vil frekar spila fyrir," sagði Rakitic, sem var spurður hvort hann væri opinn fyrir að skipta yfir til Atletico Madrid eða aftur til Sevilla.

„Ég væri ánægður með að fara aftur til Sevilla. Atletico í janúar? Við sjáum til. Ég vil berjast um alla titla og spila alla leiki."

Manchester United og Inter eru meðal áhugasamra félaga.
Athugasemdir
banner
banner
banner