Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 03. desember 2020 15:37
Magnús Már Einarsson
Lars Lagerback: Áfram Ísland
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback vill ekkert gefa út um það hvort hann hafi áhuga á að taka við íslenska landsliðinu á nýjan leik.

Lars var ráðinn landsliðsþjálfari haustið 2011 og undir hans stjórn fór liðið í umspil fyrir HM 2014 og alla leið í 8-liða úrslit á EM 2016 þegar hann þjálfaði liðið með Heimi Hallgrímssyni.

Hinn 72 ára gamli Lars verður ekki áfram landsliðsþjálfari Noregs en hann var rekinn úr starfi þar í dag. Á samfélagsmiðlum hefur verið kallað eftir endurkomu Lars en í svari við fyrirspurn frá Vísi vill hann ekkert gefa upp.

„Í augnablikinu veit ég ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Lagerbäck í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis.

Bætti sá sænski við: „Áfram Ísland.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner