Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
banner
   sun 03. desember 2023 17:21
Elvar Geir Magnússon
Baldvin Borgars nýr þjálfari Árbæjar (Staðfest)
Bæjarstjórinn í Árbæ.
Bæjarstjórinn í Árbæ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árbær sem leikur í 3. deildinni hefur tilkynnt um nýjan þjálfara. Baldvin Már Borgarsson hefur tekið við sem aðalþjálfari.

„Baldvin var aðstoðaðarþjálfari hjá Ægi Þorlákshöfn og fór með þá úr 4. deild alla leið upp í Lengjudeildina. Þannig hann er kunnugur því að koma liðum upp um deild," segir í tilkynningu Árbæinga.

Gylfi Tryggvason sem var þjálfari Árbæinga er tekinn við sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs HK.

Baldvin lét nýlega af störfum sem aðstoðarþjálfari Ægismanna en í Árbænum mun hann vera með Nemanja Lekanic sér til aðstoðar.

Árbær hafnaði í þriðja sæti 3. deildar í sumar og setur stefnuna á að komast upp í 2. deild á næsta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner