Pape Abou Cisse er orðinn leikmaður Vestra. Hann skoraði 17 mörk í 151 leik fyrir Olympiakos á árunum 2017-23.
Það vakti mikla athygli síðasta föstudag þegar Vestri kynnti nýjan leikmann, Pape Abou Cisse, en hann kemur til félagsins eftir að hafa síðast spilað í Katar. Cisse, sem er þrítugur Senegali, er með öfluga ferilskrá og er metinn á eina milljón evra á Transfermarkt.
Hann var í stóru hlutverki hjá gríska stórliðinu Olympiakos og skoraði m.a. gegn Arsenal. Árið 2022 varð hann Afríkumeistari með Senegal en hann á að baki 16 leiki fyrir þjóð sína.
Samúel Samúelsson er formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra og hann var spurður út í Cisse.
Hann var í stóru hlutverki hjá gríska stórliðinu Olympiakos og skoraði m.a. gegn Arsenal. Árið 2022 varð hann Afríkumeistari með Senegal en hann á að baki 16 leiki fyrir þjóð sína.
Samúel Samúelsson er formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra og hann var spurður út í Cisse.
„Þegar Cisse kom inn á borð til okkar þá var það fyrsta sem mér datt í hug að hann hefði mögulega misst annan fótinn, en þegar við fengum staðfestingu á því að hann væri heill heilsu þá fórum við að skoða þetta."
„Sergine Fall (leikmaður Vestra) þekkir bæði til Cisse og Henri Camara sem er umboðsmaðurinn hans. Þegar Fall kynnti þetta fyrir okkur og fór yfir sögu Cisse og af hverju hann hefði áhuga á að koma til Vestra þá fór þetta strax að hljóma eins og einhvað sem gæti gengið upp. Hann er bara þrítugur og ég skil alveg að menn velti því fyrir sér hvað hann sé að vilja til Íslands."
„Hann kom vel út úr læknisskoðuninni og geri ég ráð fyrir að hann spili leik fyrir Vestra í Lengubikarnum í febrúar. Hann á svolítið í land en hann er ekki meiddur. Hann er samt ekki á þeim stað líkamlega að geta spilað þrjá leiki á viku og æft þess á milli. Það er kannski ástæðan fyrir því að hann er búinn að semja við Vestra. En við ætlum að hjálpa honum að komast aftur á þann stað."
Er eitthvað ákvæði í samningnum sem gerir honum kleift að fara frítt eða ódýrt í glugganum eða jafnvel strax í vetur?
„Það er ekkert í samningnum hans um að hann geti yfirgefið Vestra á neinum tímapunkti nema þá að við samþykkjum tilboð í hann. Við getum bætt öðru ári við ef við kjósum það í haust, við erum alveg rólegir yfir þessu."
„Hann kemur eftir áramótin og Fall hefur farið vel yfir það með honum við hverju hann má búast. Svo verðum við bara að sjá til með það hvernig íslenskur vetur fer í okkar mann," segir Sammi.
Athugasemdir




