Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
   lau 04. mars 2023 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Köbel ólíklegur fyrir seinni leikinn gegn Chelsea
Mynd: EPA

Svissneski markvörðurinn Gregor Köbel missir líklega af seinni leik Borussia Dortmund gegn Chelsea í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa fundið fyrir meiðslum í dag.


Köbel missti af 2-1 sigri Dortmund gegn RB Leipzig í gærkvöldi og varði Alexander Meyer markið í hans stað. Meyer stóð sig með sóma en stuðningsmenn og stjórnendur Dortmund eru smeykir um að hann sé ekki vandanum vaxinn fyrir leikinn gegn Chelsea.

Dortmund vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli og mætast liðin á Stamford Bridge næsta þriðjudag.

Kobel var skráður í byrjunarliðið gegn Leipzig en endaði á að sitja á bekknum vegna vöðvavandamáls sem hann fann fyrir í upphituninni.


Athugasemdir