Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 04. mars 2024 11:20
Elvar Geir Magnússon
Vestri að fá öflugan Svía í markið hjá sér
Mynd: Getty Images
Nýliðar Vestra í Bestu deildinni eru að sækja sænskan markvörð samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Hann heitir William Eskelinen og er af finnskum ættum eins og nafnið gefur vísbendingar um.

Eskilinen er 27 ára og hefur verið aðalmarkvörður Örebro í sænsku B-deildinni undanfarin ár en er nú án félags. Hann er 1,91 metri á hæð.

Hann var áður meðal annars hjá AGF og Sundvall og þá á hann tvo leiki fyrir yngri landslið Svía á ferilskrá sinni, með U17 og U19.

Vestri hafði áður í vetur samið við danska markvörðinn Andreas Söndergaard en hann samdi svo við Hobro í Danmörku.

Marvin Darri Steinarsson hefur varið mark Vestra á undirbúningstímabilinu, líkt og hann gerði síðasta sumar þegar liðið vann sér einn sæti í Bestu deildinni í gegnum umspil Lengjudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner