Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 10:49
Elvar Geir Magnússon
Fótboltamaður skotinn til bana í Suður-Afríku
Luke Fleurs í leik með Suður-Afríku á Ólympíuleikunum 2020.
Luke Fleurs í leik með Suður-Afríku á Ólympíuleikunum 2020.
Mynd: Getty Images
Suður-afríski fótboltamaðurinn Luke Fleurs var skotinn til bana þegar byssumenn rændu bílnum hans í Jóhannesarborg.

Morðið átti sér stað á bensínstöð en Fleurs, sem var 24 ára og spilaði fyrir Kaizer Chiefs, beið eftir því að fá þjónustu þegar byssumenn komu að bílnum og skipuðu honum að stíga út.

Einn þeirra grunuðu er sagður hafa flúið vettvanginn á bíl Fleur eftir að hann var skotinn.

„Byssum var miðað á hann og hann steig út úr bílnum áður en hann var skotinn í efri hluta líkamans," segir talsmaður lögreglunnar við fjölmiðla.

Fleurs lék níu leiki fyrir yngri landslið Suður-Afríku og var í Ólympíuliði þjóðarinnar í Japan 2020. Hann var farinn að banka fast á dyr A-landsliðsins.

Byssuofbeldi er stórt vandamál í Suður-Afríku en fjölmargar skotárásir hafa átt sér stað í landinu undanfarin ár. Landið er með eina hæstu morðtíðni í heiminum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner