Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   þri 04. ágúst 2020 14:31
Magnús Már Einarsson
Kemar Roofe til Rangers (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Skoska félagið Rangers hefur keypt framherjann Kemar Roofe í sínar raðir frá Anderlecht í Belgíu.

Hinn 27 ára gamli Roofe sló í gegn hjá Leeds áður en Anderlecht keypti hann fyrir ári síðan.

Steven Gerrard, stjóri Rangers, hefur auk Roofe framherjana Alfredo Morelos og Jermain Defoe innan sinna raða. Morelos gæti þó verið á förum en hann hefur verið orðaður við önnur félög.

Roofe var í láni hjá Víkingi R. frá WBA í rúman mánuð sumarið 2011 en hann spilaði tvo leiki í Pepsi-deildinni og skoraði einnig í bikarleik gegn KV.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner