Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 04. ágúst 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Hauge á leið til Frankfurt
Norski vængmaðurinn Jens Petter Hauge er á leið til þýska félagsins Eintracht Frankfurt frá AC Milan en félögin hafa loksins komist að samkomulagi um kaupverð.

Frankfurt og Milan hafa verið í viðræðum um Hauge síðustu vikur en það var ekki fyrr en í gærkvöldi sem félögin komust að samkomulagi um kaupverðið.

Milan vildi fá 12 milljónir evra en Frankfurt var upphaflega aðeins reiðubúið til að greiða þeim 7 milljónir. Þýska félagið gaf sig þó á endanum og samþykkti í gær að greiða þeim uppsett verð.

Ekki er liðið ár síðan Milan keypti Hauge frá norska meistaraliðinu Bodö/Glimt en í þeim leikjum sem hann spilaði þá bauð hann upp á skemmtilega takta.

Ítalska félagið hefur þó ákveðið að selja hann til Frankfurt og verður gengið frá öllum helstu smáatriðum á næstu dögum.
Athugasemdir