Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 04. ágúst 2024 10:00
Sölvi Haraldsson
Listi yfir mínútur spilaðar í hverju liði af táningum - United efst
Aðeins einn táningur þarna í dag.
Aðeins einn táningur þarna í dag.
Mynd: EPA

Manchester United er það lið sem notaði táninga oftast í leikjum á seinustu leiktíð. Brighton kemur þar rétt á eftir en í 3. sæta er Burnley sem féllu niður í Championship deildina.

Hollenski stjórinn, Erik Ten Hag, gaf sex táningum samtals 4.971 mínútu á síðasta tímabili í deildinni samkvæmt Transfermmarkt þar sem stórstjarnan Kobbie Mainoo og hinn tekníski kantmaður Alejandro Garnacho spiluðu 91 prósent af þessum fjölda mínútna.

Það sem vekur þó kannski mestu athyglina á listanum er að Tottenham eru langneðstir á listanum og Arsenal rétt fyrir ofan þá næstneðstir.

Tottenham notuðu leikmenn undir 20 ára í 7 mínútur á leiktíðinni í fyrra á meðan Arsenal gerðu það í 13 mínútur.

Ethan Nwaneri, miðjumaður Arsenal, varð yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann lék frumraun sína aðeins 15 ára gamall árið 2022, en eyddi aðeins 13 mínútum á vellinum á síðasta tímabili og var eini fulltrúi félags síns í þessum flokki.

Þrátt fyrir þetta er rétt að geta þess að Arsenal var með þriðja yngsta meðalaldurinn af byrjunarliðum deildarinnar á síðasta tímabili (25 ára og 157 daga gamalt lið) á meðan Tottenham var í fjórða sæti (25ára og 192 daga gamalt lið).

Listann má sjá í heild sinni hér að neðan.


Mínútur spilaðar í hverju liði af táningum

1. Man United - 4971 mínútur

2. Brighton - 4951 mínútur

3. Burnley - 3162 mínútur

4. Newcastle - 2062 mínútur

5. Bournemouth - 873 mínútur

6. Man City - 829 mínútur

7. Chelsea - 520 mínútur

8. Brentford - 468 mínútur

9. Crystal Palace - 435 mínútur

10. Wolves - 358 mínútur

11. Everton - 201 mínútur

12. Liverpool - 136 mínútur

13. Aston Villa - 133 mínútur

14. West Ham - 108 mínútur

15. Luton Town - 79 mínútur

16. Fulham - 74 mínútur

17. Sheffield United - 73 mínútur

18. Nottingham Forest - 21 mínútur

19. Arsenal - 13 mínútur

20. Tottenham - 7 mínútur


Enski boltinn - Man Utd aftur í Meistaradeildina
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner