8-liða úrslitin í Ólympíuleikum kvenna í knattspyrnu kláruðust í gærkvöldi.
Bandaríkin vann 1-0 sigur á Japönum eftir framlengingu en það var hún Trinity Rodman sem skoraði sigurmarkið þar.
Spánverjar fóru áfram eftir ótrúlegan leik og vítaspyrnukeppni gegn Kólumbíu. Kolumbíukonur komust í 2-0 á 52. mínútu og voru að spila mjög vel. Hermoso minnkaði muninn fyrir Spánverja þegar rúmar 10 mínutur voru eftir af leiknum.
Það leit allt út fyrir að Kólumbía færi áfram áður en Irene Paredes jafnaði leikinn á 97. mínútu og framlenging framundan. Ekkert mark var skorað í framlengingunni en Spánverjar unnu í vítaspyrnukeppninni 4-2.
Það var markalaust í leik Kanada og Þýskalands eftir 120 mínútur en Þjóðverjar fóru áfram eftir vítaspyrnukeppni.
Þá fóru Brassar áfram eftir 1-0 sigur á Frakklandi. Gabi Portilho skoraði sigurmarkið fyrir Brasilíu þegar minna en 10 mínútur voru eftir af leiknum. Sakina Karchaoui, leikmaður franska landsliðsins, klúðraði hins vegar vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum til að koma Frökkum yfir.
Undanúrslitaleikirnir verða spilaðir 6. ágúst.
Undanúrslitin
Brasilía - Spánn
Bandaríkin - Þýskaland