Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. október 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Inter mætir Juventus
Mynd: Getty Images
Síðustu tveir stjórar Chelsea mætast á sunnudagskvöldið.
Síðustu tveir stjórar Chelsea mætast á sunnudagskvöldið.
Mynd: Getty Images
Það er gríðarlega mikilvæg helgi að renna upp í ítalska boltanum þar sem tvö af bestu liðum deildarinnar mætast í funheitri innbyrðisviðureign.

Viðureignin er svo heit að hún er kölluð Ítalíuslagurinn eða slagurinn um Ítalíu enda mætast hér tvö sigursælustu lið frá upphafi ítalska boltans, án þess að telja AC Milan.

Hatur þessara félaga fer langt aftur í tímann, en það er á síðustu áratugum sem hefur verið kynt undir hinum ýmsu erjum á milli félaganna. Juventus áfrýjaði Ítalíumeistaratitli Inter frá 2006 til dæmis í þrítugasta skipti á dögunum, en Juve missti titilinn til erkifjenda sinna eftir Calciopoli mútuskandalinn fræga.

Antonio Conte, sem er þjálfari Inter, var fyrirliði Juve á sínum tíma og lék fyrir félagið í 13 ár. Það eru því margir stuðningsmenn Juve sem eru óhressir með þessa ákvörðun Conte að taka við erkifjendunum. Svolítið eins og ef Roy Keane myndi taka við Arsenal.

Það eru þó aðrir leikir á dagskrá. Í dag verður ekki spilað en viðureign Brescia og Sassuolo átti að fara fram. Girogio Squinzi, forseti og eigandi Sassuolo, lést í vikunni og hefur félagið fengið samþykkt að fresta leiknum til 18. desember.

Á morgun eigast SPAL og Parma við í fyrsta leik áður en Verona tekur á móti Sampdoria. Genoa fær svo AC Milan í heimsókn í eina sjónvarpsleik dagsins.

Á sunnudaginn verður sýnt beint frá fjórum leikjum á Stöð 2 Sport. Þar á meðal er viðureign Roma og Cagliari og hörkuleikur Torino gegn Napoli.

Síðasti leikur helgarinnar fer fram á sunnudagskvöldið, þegar Inter tekur á móti Juve.

Laugardagur:
13:00 SPAL - Parma
16:00 Verona - Sampdoria
18:45 Genoa - AC Milan (Stöð 2 Sport)

Sunnudagur:
10:30 Fiorentina - Udinese (Stöð 2 Sport)
13:00 AS Roma - Cagliari (Stöð 2 Sport)
13:00 Atalanta - Lecce
13:00 Bologna - Lazio
16:00 Torino - Napoli (Stöð 2 Sport)
18:45 Inter - Juventus (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner