Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 04. október 2022 14:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eyþór Wöhler í Breiðablik? - Kjartan Kári æfir með liðinu
Eyþór Wöhler
Eyþór Wöhler
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heyrst hefur að Eyþór Aron Wöhler, leikmaður ÍA, gæti verið á leið til Breiðabliks eftir tímabilið. Samningur Eyþórs við ÍA rennur út eftir tímabilið.

Eyþór er tvítugur framherji sem hefu skorað sex mörk í Bestu deildinni í tuttugu leikjum í sumar. Hann er uppalinn hjá Aftureldingu en skipti yfir í ÍA árið 2019. Tímabilið 2020 var hann á láni hjá Aftureldingu og í fyrra lék hann sína fyrstu leiki í efstu deild. Á sínum tíma lék hann tíu unglingalandsleiki og skoraði í þeim þrjú mörk.

Þá hefur Kjartan Kári Halldórsson verið að æfa með Breiðabliki að undanförnu. Kjartan var efnilegasti og markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í sumar og er samningsbundinn Gróttu út næsta tímabil. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, sagði við Fótbolta.net að Kjartan væri að halda sér gangandi þar til hann færi erlendis á reynslu.

Kjartan staðfesti sjálfur við Fótbolta.net að hann væri á leið til Haugasunds í Noregi á reynslu. Haugasund er sem stendur í 10. sæti efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner