Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 04. október 2022 19:10
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Plzen engin fyrirstaða fyrir Bayern - Fyrsti sigur Marseille
Leroy Sane skoraði tvö fyrir Bayern gegn Plzen
Leroy Sane skoraði tvö fyrir Bayern gegn Plzen
Mynd: EPA
Alexis Sanchez jafnaði metin fyrir Marseille sem vann svo Sporting, 4-1.
Alexis Sanchez jafnaði metin fyrir Marseille sem vann svo Sporting, 4-1.
Mynd: EPA
Bayern München átti ekki í teljandi vandræðum með tékkneska liðið Viktoria Plzen í 3. umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en Bæjarar höfðu þar 5-0 sigur á Allianz-leikvanginum í München.

Heimamenn þurftu aðeins sjö mínútur til að komast yfir. Leroy Sane gerði það eftir samspil við Jamal Musiala. Sane fékk alltof mikinn tíma til að athafna sig og lét bara vaða rétt fyrir utan teig og upp í vinstra hornið. Einfalt og þægilegt fyrir Sane.

Annað markið kom svo á 13. mínútu. Plzen átti sókn sem endaði í höndum Manuel Neuer. Hann var fljótur að koma boltanum í leik og eftir gott spil endaði boltinn hjá Leon Goretzka sem potaði honum inn fyrir á Serge Gnabry og var eftirleikurinn auðveldur.

Sadio Mané var næstur í röðinni. Á 21. mínútu kom innkast sem Mané lyfti yfir varnarmann Plzen. Hann dansaði aðeins með boltann fyrir utan teig, en smá heppni varð til þess að boltinn fór af varnarmanni og inn í teiginn og kláraði Mané vel.

Musiala kom boltanum í netið á 36. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Bayern hélt áfram að sækja og í byrjun síðari hálfleiks gerði Sane annað mark sitt í leiknum áður en kamerúnski framherjinn Eric Choupo-Moting gulltryggði 6-0 sigur. Bayern er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.

Í D-riðlinum vann Marseille 4-1 endurkomusigur á Sporting. Franska liðið fékk blauta tusku í andlitið í byrjun leiks en Francisco Trincao skoraði fljótasta mark Meistaradeildarinnar á tímabilinu eftir sendingu frá Marcus Edwards.

Marseille náði að bregðast við á 13. mínútu með marki frá Alexis Sanchez áður en Amine Harit kom Marseille yfir þremur mínútum síðar.

Antonio Adan, markvörður Sporting, fékk að líta rauða spjaldið á 23. mínútu. Það kom langt útspark frá teig Marseille og var Tavares að sleppa í gegn en þá mætti Adan út á móti og varði hann með höndum fyrir utan teig. Hann fékk því réttilega rauða spjaldið fyrir vikið.

Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Leonardo Belardi þriðja mark Marseille fimm mínútum síðar.

Sporting náði ekki að koma til baka eftir það en franska liðið bætti við fjórða markinu er Chancel Mbemba skoraði. Þetta er fyrsti sigur Marseille í riðlinum, sem er á botninum, en Sporting er enn á toppnum með 6 stig.

Úrslit og markaskorarar:

C-riðill:

Bayern 5 - 0 Plzen
1-0 Leroy Sane ('7 )
2-0 Serge Gnabry ('13 )
3-0 Sadio Mane ('21 )
4-0 Leroy Sane ('50 )
5-0 Eric Choupo-Moting ('59 )

D-riðill:

Marseille 4 - 1 Sporting
0-1 Francisco Trincao ('1 )
1-1 Alexis Sanchez ('13 )
2-1 Amine Harit ('16 )
3-1 Leonardo Balerdi ('28 )
4-1 Chancel Mbemba ('84 )
Rautt spjald: Antonio Adan, Sporting ('23)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner