Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   mið 04. október 2023 13:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Hrafn: Ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Óskar á hliðarlínunni.
Óskar á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag fyrir leik Blika gegn Zorya í riðlakeppni Sambandseildarinnar á morgun.

Óskar var á fundinum spurður út í þær sögur sem tengja hann við norska félagið Haugesund. Óskar staðfesti það um síðustu helgi að hann hefði rætt lítillega við forráðamenn norska liðsins sem er í harðri fallbaráttu í norsku úrvalsdeildinni. Það væri þó allt á einhverjum byrjunarreit.

Í Stúkunni á Stöð 2 Sport var sagt að Óskar Hrafn hefði tilkynnt leikmönnum sínum að hann væri á leið til Noregs til viðræðna við Haugesund næsta mánudag. Ef heimildir Stúkunnar eru réttar þá vekur það upp þá spurning hvort Óskar gangi mögulega frá samningi við Haugesund í næstu viku.

Óskar var spurður á því á fréttamannafundinum í dag hvort að hann vissi eitthvað meira af áhuga Haugesund á honum.

„Nei, ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum. Ég er bara þjálfari Breiðabliks og einbeiti mér að því," sagði Óskar Hrafn við þeirri spurningu.

Hann var svo spurður: Ertu þá að fara út á mánudaginn í viðræður?

„Er það ekki bara það sem hefur komið fram? En ég er ekki að fara í neinar viðræður við einn né neinn," sagði Óskar og bætti ekki fleiru við. Hann er samningsbundinn Breiðabliki til 2025.

Fyrir fundinn kom það fram að einbeitingin í dag væri á leiknum sem væri á morgun, en leikurinn á morgun er líklega einn stærsti leikur í sögu Breiðabliks.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner