Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 04. desember 2020 09:30
Elvar Geir Magnússon
Bissouma orðaður við Arsenal og Liverpool
Powerade
Yves Bissouma.
Yves Bissouma.
Mynd: Getty Images
Newcastle hefur áhuga á Brandon Williams.
Newcastle hefur áhuga á Brandon Williams.
Mynd: Getty Images
Gleðilegan föstudag. Bissouma, Rudiger, Haaland, Dembele, Tomori, Mourinho, Zaha og fleiri í slúðurpakkanum í dag.

Arsenal og Liverpool eru að íhuga að gera tilboð í Yves Bissouma (24), miðjumanninn frá Malí sem spilar fyrir Brighton. (TalkSport)

Þýski varnarmaðurinn Antonio Rudiger (27) og enski varnarmaðurinn Fikayo Tomori (22) hjá Chelsea gætu farið í janúarglugganum. Rudiger hefur spilað einn byrjunarliðsleik í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en Tomori hefur ekki enn byrjað leik. (ESPN)

Franski sóknarmaðurinn Olivier Giroud (34) segist vilja vera áfram hjá Chelsea en hann þurfi að spila meira í aðdraganda EM næsta sumar. (Telegraph)

Norski markaskorarinn Erling Haaland (20) hjá Borussia Dortmund birti mynd af sér á Instagram þar sem hann segist snúa aftur bráðlega. Óttast var að Haaland gæti verið frá í töluverðan tíma vegna meiðsla en hann hefur þaggað niður í þeim ótta. (Instagram)

Tottenham, Everton og Atletico Madrid hafa áhuga á pólska sóknarmanninum Arkadiusz Milik (26) hjá Napoli. (AS)

West Ham mun kaupa danska U21 landsliðsvarnarmanninn Frederik Alves Ibsen (20) frá Silkeborg í janúarglugganum. (Sky Sports)

Newcastle United vill kaupa enska bakvörðinn Brandon Williams (20) frá Manchester United. Williams hefur ekki byrjað úrvalsdeildarleik á tímabilinu. (Star)

Barcelona hefur hafið viðræður við franska sóknarleikmanninn Ousmane Dembele (23) um nýjan samning. Manchester United hefur áhuga á leikmanninum. (ESPN)

Wayne Rooney hefur áhuga á að taka við sem stjóri Derby County til frambúðar. John Terry hefur verið orðaður við starfið. (Goal)

David Seaman fyrrum markvörður Arsenal segir að Arsenal ætti að kaypa Wilfried Zaha (28) frá Crystal Palace. (Evening Standard)

Jose Mourinho (57) telur að hann eigi enn 15-20 ár eftir á stjóraferlinum. (i sport)

Gilberto Silva fyrrum leikmaður Arsenal telur að úrúgvæski miðjumaðurinn Lucas Torreira (24) eigi enn framtíð hjá félaginu þrátt fyrir að hafa verið lánaður til Atletico Madrid. (Sun)

West Ham hefur frestað formlegum viðræðum við David Moyes og nokkurra leikmanna um nýja samninga á meðan fjárhagsleg áhrif heimsfaraldursins eru skoðuð. (Mail)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner