Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 04. desember 2020 19:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd vonar að áhorfendur geti mætt gegn Leeds
Mynd: Getty Images
Manchester United stefnir á að hliðin verði opnuð á Old Trafford fyrir áhorfendur seinni part sunnudagsins 20. desember.

Þá á liðið heimaleik gegn Leeds en fyrir þann tíma þarf smittíðni í Manchester að lækka.

Í dag er Manchester hluti af þeim svæðum þar sem áhorfendur mega ekki mæta á völlinn þar sem smittíðnin er of há.

Vonast er til þess að Manchester verði kominn í flokk númer tvö þar sem gefið er grænt ljós á allt að 2000 áhorfendur á vellinum fyrir 20. desember.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner