Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 05. janúar 2020 13:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski bikarinn - Byrjunarlið: Chelsea og Spurs í eldlínunni
Hudson-Odoi byrjar hjá Chelsea.
Hudson-Odoi byrjar hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Mourinho er með mjög sterkt lið.
Mourinho er með mjög sterkt lið.
Mynd: Getty Images
Rooney byrjar gegn Crystal Palace.
Rooney byrjar gegn Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Það eru níu leikir að hefjast í ensku bikarkeppninni klukkan 14:01 og eru byrjunarliðin fyrir þá leiki búin að skila sér. Fjögur úrvalsdeildarlið eru í eldlínunni; Chelsea, Tottenham, Crystal Palace og Sheffield United.

Chelsea tekur á móti Nottingham Forest og er miðjumaðurinn Jorginho með fyrirliðabandið hjá Chelsea. Það eru níu breytingar frá síðasta deildarleik sem var 1-1 jafntefli gegn Brighton.

Callum Hudson-Odoi, Pedro og Michy Batshuayi byrja allir þennan leik fyrir Chelsea.

Byrjunarlið Chelsea: Caballero, James, Tomori, Christensen, Emerson, Kovacic, Jorginho, Barkley, Pedro, Batshuayi, Hudson-Odoi.
(Varamenn: Cumming, Rudiger, Azpilicueta, Lamptey, Mount, Willian, Giroud)

Byrjunarlið Nottingham Forest: Smith, Jenkinson, Dawson, Figueiredo, Ribeiro, Yates, Semedo, Carvalho, Johnson, Mighten, Adomah.
(Varamenn: Shelvey, Benalouane, Fornah, Sole, En-Neyan, Hefele, Gabriel)

Tottenham fer í heimsókn til Middlesbrough og byrjar Jose Mourinho með nokkuð sterkt lið. Hann tekur þessa keppni mjög alvarlega.

Frá 1-0 tapinu gegn Southampton í síðasta deildarleik gerir Mourinho aðeins þrjár breytingar. Son Heung-min, Eric Dier og Harry Winks koma inn í byrjunarliðið.

Byrjunarlið Middlesbrough: Mejias, Spence, Howson, Fry, McNair, Coulson, Clayton, Saville, Tavernier, Roberts, Fletcher.
(Varamenn: Brynn, Wood, Liddle, Wing, Johnson, Nmecha, Gestede)

Byrjunarlið Tottenham: Gazzaniga, Aurier, Dier, Alderweireld, Vertonghen, Sessegnon, Winks, Eriksen, Lucas, Dele, Son.
(Varamenn: Vorm, Sanchez, Tangana, Skipp, Lamela, Lo Celso, Parrott)

Þá mætir Crystal Palace liði Derby County. Wayne Rooney er áfram í byrjunarliði Derby og verður spennandi að sjá hvað hann gerir.

Byrjunarlið Crystal Palace: Hennessey, Kelly, Cahill, Kouyate, Riedewald, Milivojevic, McCarthy, Meyer, Pierrick, Wickham, Ayew.
(Varamenn: Henderson, Tomkins, Woods, McArthur, Kirby, McGregor, Daly)

Byrjunarlið Derby: Roos, Bogle, Davies, Forsyth, Malone, Huddlestone, Sibley, Lawrence, Rooney, Whittaker, Martin.
(Varamenn: Ravas, Wisdom, Waghorn, Jozefzoon, Holmes, Knight, Bird)

Sheffield United, það lið sem hefur komið hvað mest á óvart í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, tekur á móti Fylde úr fimmtu efstu deild. Neil Johnston á BBC segir að um stærsta leik í sögu Fylde sé að ræða, en félagið var stofnað 1988.

Jack Rodwell og Ravel Morrison byrja báðir fyrir Sheffield United. Chris Wilder nýtri tækifærið og hvílir mikilvægustu menn sína.

Byrjunarlið Sheffield United gegn Fylde: Verrips, Rodwell, Jagielka, Bryan, Kieron Freeman, Morrison, Besic, Luke Freeman, Osborn, Robinson, Clark.

sunnudagur 5. janúar
14:01 Bristol R. - Coventry
14:01 Burton - Northampton
14:01 Charlton Athletic - West Brom
14:01 Chelsea - Nott. Forest (Stöð 2 Sport 2)
14:01 Crewe - Barnsley
14:01 Crystal Palace - Derby County (Stöð 2 Sport 3)
14:01 Middlesbrough - Tottenham (Stöð 2 Sport)
14:01 QPR - Swansea
14:01 Sheffield Utd - Fylde
16:01 Liverpool - Everton (Stöð 2 Sport)
18:16 Gillingham - West Ham (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner