Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   sun 05. febrúar 2023 21:58
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Gavi og Raphinha sökktu Sevilla
Barcelona með átta stiga forystu
Mynd: EPA

Barcelona 3 - 0 Sevilla
1-0 Jordi Alba ('58)
2-0 Gavi ('70)
3-0 Raphinha ('79)


Barcelona er á fleygiferð og er komið með átta stiga forystu á toppi spænsku deildarinnar eftir þægilegan sigur gegn Sevilla í kvöld.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleik þar sem Börsungar voru við stjórn og héldu boltanum vel innan liðsins.

Flóðgáttirnar opnuðust í síðari hálfleik þegar Jordi Alba, Gavi og Raphinha komust allir á blað og áttu Alba og Raphinha einnig stoðsendingar.

Lokatölur sanngjarn 3-0 sigur þar sem Barca stefnir á Spánarmeistaratitilinn á meðan Sevilla er áfram í fallbaráttunni, en liðið hafði unnið þrjá af síðustu fjórum deildarleikjum sínum fyrir viðureign kvöldsins.

Barca hefur aftur á móti ekki tapað fótboltaleik síðan fyrir HM hlé. Í síðustu fimmtán leikjum hefur Barca gert eitt jafntefli og unnið fjórtán.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Espanyol 4 3 1 0 8 5 +3 10
4 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
6 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 4 0 1 3 4 9 -5 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir
banner
banner