Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. júlí 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Aston Villa fær ungstirni frá Rangers (Staðfest)
Mynd: Aston Villa
Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hefur gert langtímasamning við skoska táninginn Rory Wilson en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu frá Rangers.

Wilson, sem er talinn einn efnilegasti leikmaður Skotlands, er 16 ára gamall og gerði 49 mörk á síðasta tímabili fyrir unglingalið Rangers og Skotland.

Wilson mun spila með akademíu Villa á komandi leiktíð en miklar vonir eru bundnar við þennan hæfileikaríka leikmann.

„Við erum hæstánægðir með að Rory hafi gengið til liðs við félagið í ljósi þess hve mörg félög höfðu áhuga á að fá hann," sagði Mark Harrison, yfirmaður akademíunnar hjá Villa.

„Hann er mikill markaskorari með gríðarlega hæfileika, sem hefur spilað fyrir yngri landslið Skotlands," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner