Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
   mán 05. september 2016 21:42
Elvar Geir Magnússon
Aron: Heyrði kallað á lækni aftur og aftur
Icelandair
Aron í leiknum í kvöld.
Aron í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég heyrði að það var verið að kalla á lækni aftur og aftur og vissi ekki alveg hvað var í gangi," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, í viðtali við Fótbolta.net eftir 1-1 jafntefli við Úkraínu í kvöld.

Aron Einar virkaði mjög áhyggjufullur í sjónvarsviðtali á RÚV eftir leik. Leit stóð þá yfir að lækni eftir að það leið yfir Ara Frey Skúlason í búningsklefa íslenska landsliðsins.

„Ég vissi ekki að ég væri live og ég biðst afsökunar á að fólk hafi haldið að það væri eitthvað alvarlegt í gangi."

„Ara vantaði sykur bara. Það leið aðeins yfir hann eftir leikinn. Það er eins og gengur og gerist eftir svona átök. Ari er í góðu lagi og hann kemur mjög líklega hoppandi á hækjum hér eftir smá."


Ísland komst yfir í leiknum í kvöld þegar Alfreð Finnbogason skoraði en Úkraínumenn jöfnuðu fyrir hlé.

„Þetta var hark. Við vorum þéttir og fengum ekki mörg færi á okkur. Við vorum að tapa þessum auðveldu sendingum aðeins of oft og við þurfum að bæta það. Við fengum samt færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við þurfum að klára þau, ef við hefðum gert það þá hefðum við drepið þennan leik niður Við lærum af því. Við erum alltaf að læra, við þurfum að fókusa á það."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner