Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   mán 05. september 2016 21:42
Elvar Geir Magnússon
Aron: Heyrði kallað á lækni aftur og aftur
Icelandair
Aron í leiknum í kvöld.
Aron í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég heyrði að það var verið að kalla á lækni aftur og aftur og vissi ekki alveg hvað var í gangi," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, í viðtali við Fótbolta.net eftir 1-1 jafntefli við Úkraínu í kvöld.

Aron Einar virkaði mjög áhyggjufullur í sjónvarsviðtali á RÚV eftir leik. Leit stóð þá yfir að lækni eftir að það leið yfir Ara Frey Skúlason í búningsklefa íslenska landsliðsins.

„Ég vissi ekki að ég væri live og ég biðst afsökunar á að fólk hafi haldið að það væri eitthvað alvarlegt í gangi."

„Ara vantaði sykur bara. Það leið aðeins yfir hann eftir leikinn. Það er eins og gengur og gerist eftir svona átök. Ari er í góðu lagi og hann kemur mjög líklega hoppandi á hækjum hér eftir smá."


Ísland komst yfir í leiknum í kvöld þegar Alfreð Finnbogason skoraði en Úkraínumenn jöfnuðu fyrir hlé.

„Þetta var hark. Við vorum þéttir og fengum ekki mörg færi á okkur. Við vorum að tapa þessum auðveldu sendingum aðeins of oft og við þurfum að bæta það. Við fengum samt færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við þurfum að klára þau, ef við hefðum gert það þá hefðum við drepið þennan leik niður Við lærum af því. Við erum alltaf að læra, við þurfum að fókusa á það."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner