Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. september 2019 21:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Eggert Gunnþór spilaði í bikarsigri SønderjyskE
Eggert á landsliðsæfingu í janúar.
Eggert á landsliðsæfingu í janúar.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
BK Viktoria 0 - 5 SønderjyskE

Nú er landsleikjahlé en þó var leikið í 64 liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í kvöld. Einn leikur fór fram þegar Søndejyske, lið Eggerts Gunnþórs Jónssonar heimsótti BK Viktoria.

Eggert Gunnþór var í byrjunarliðinu og lék fyrstu 70 mínútur leiksins.

Sønderjyske hafði ekki unnið í fimm leikjum í röð í deildinni og því sigurinn í dag kærkominn. Liðið er í 8. sæti Superliga og er nú komið í 32-liða úrslit dönsku bikarkeppninnar.

Ísak Óli Ólafsson gengur í raðir SønderjyskE eftir landsleikjahlé en hann er í verkefni með U-21 árs landsliði Íslands.




Athugasemdir
banner