Unglingalið KA fékk PAOK frá Grikklandi í heimsókn í Evrópukeppni unglingaliða í dag. KA tapaði leiknum 2-0. Fótbolti.net ræddi við Valdimar Loga Sævarsson, leikmann KA, eftir leikinn.
„Ég hefði viljað fá eitt mark frá okkur inn í þetta. Þeir refsa þegar við gerum mistök. Einföld mörk sem við gefum en við höldum áfram og vinnum þá úti," sagði Valdimar.
„Ég hefði viljað fá eitt mark frá okkur inn í þetta. Þeir refsa þegar við gerum mistök. Einföld mörk sem við gefum en við höldum áfram og vinnum þá úti," sagði Valdimar.
Lestu um leikinn: KA U19 0 - 2 PAOK U19
Valdimar var svekktur með mörkin sem liðið fékk á sig.
„Missum boltann eftir innkast og hleypum þeim nær markinu og auðvelt mark. Seinna var lélegt líka," sagði Valdimar sem var mjög sigurviss fyrir seinni leikinn sem fer fram þann 5. nóvember í Grikklandi.
„Ég er gríðarlega ánægður með strákana. VIð erum að mæta gríðarlega sterku liði, vel gert," sagði Valdimar.
Valdimar er mjög ánægður með þessa keppni. KA menn fjölmenntu í Bogann í dag. KA lagði FS Jelgava frá Lettlandi í síðustu umferð.
„Þetta er ógeðslega gaman. Geggjað að sjá allt fólkið sem mætir. Frábært að ná sigrinum þar (gegn Jelgava) og komast áfram, meira ævintýri," sagði Valdimar.
Leikurinn átti að fara fram á Greifavellinum en vegna snjókomu var leiknum frestað um tvo tíma og færður í Bogann.
„Það var mjög skrítið. Við biðum upp í KA, mættir inn í klefann svo var mjög mikil óvissa. Þurftum að fara aftur í mat, alvöru óvissa en mjög gaman," sagði Valdimar.
Athugasemdir