Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
banner
   mið 22. október 2025 21:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unglingalið KA fékk PAOK frá Grikklandi í heimsókn í Evrópukeppni unglingaliða í dag. KA tapaði leiknum 2-0. Fótbolti.net ræddi við Valdimar Loga Sævarsson, leikmann KA, eftir leikinn.

„Ég hefði viljað fá eitt mark frá okkur inn í þetta. Þeir refsa þegar við gerum mistök. Einföld mörk sem við gefum en við höldum áfram og vinnum þá úti," sagði Valdimar.

Lestu um leikinn: KA U19 0 -  2 PAOK U19

Valdimar var svekktur með mörkin sem liðið fékk á sig.

„Missum boltann eftir innkast og hleypum þeim nær markinu og auðvelt mark. Seinna var lélegt líka," sagði Valdimar sem var mjög sigurviss fyrir seinni leikinn sem fer fram þann 5. nóvember í Grikklandi.

„Ég er gríðarlega ánægður með strákana. VIð erum að mæta gríðarlega sterku liði, vel gert," sagði Valdimar.

Valdimar er mjög ánægður með þessa keppni. KA menn fjölmenntu í Bogann í dag. KA lagði FS Jelgava frá Lettlandi í síðustu umferð.

„Þetta er ógeðslega gaman. Geggjað að sjá allt fólkið sem mætir. Frábært að ná sigrinum þar (gegn Jelgava) og komast áfram, meira ævintýri," sagði Valdimar.

Leikurinn átti að fara fram á Greifavellinum en vegna snjókomu var leiknum frestað um tvo tíma og færður í Bogann.

„Það var mjög skrítið. Við biðum upp í KA, mættir inn í klefann svo var mjög mikil óvissa. Þurftum að fara aftur í mat, alvöru óvissa en mjög gaman," sagði Valdimar.
Athugasemdir